3.6.2009 | 14:45
Jarðfræði
Okkur í 6.bekk var skipt í þrjá hópa sem fóru til Helgu Önnu og Auðar, en hér fjalla ég bara um Önnu hóp. Hún var að kenna okkur jarðfræði eins og t.d. um jörðina og hamfarir hennar. Svo var okkur skipt í hópa, tvö og tvö í hverjum hóp, ég lenti með Díönu. Við áttum að velja okkur eitt íslenskt eldfjall og við ákváðum að velja fjallið Heklu. Við áttum að afla okkur upplýsinga um fjallið bæði á netinu og í bókum en síðan áttum við að fara í tölvur og gera power point um fjallið. Þar stóð t.d. að einu sinni fyrir langa löngu var Hekla talinn vera inngangur að helvíti eða helvíti sjálft en það er nú bara einhver hugdetta hjá klikkuðu fólki að mínu mati. Mér fannst mjög gaman að gera þetta verkefni og ég er mjög stolt af því. Ég vona að ég læri meira um jarðfræði á næsta ári en ég viðurkenni að ég hefði getað gert betur í þessu verkefni.
Menntun og skóli | Breytt 23.4.2010 kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2009 | 14:02
Hringekja með fimmta og sjötta bekk.
Okkur í 5. og 6.bekk var skipt í hópa í hringekjunni sem er búin að vera í gangi á þessu skólaári. Í því voru að kenna allir kennarar í 5. og 6. bekk og líka Jens eðlisfræðikennari
hjá Jens lærðum við um hljóð
hjá Björg lærðum við um Kína
hjá Helgu lærðum við um Egyptaland
hjá Svövu lærðum við um David Attenborough náttúrufræðing
hjá Önnu lærðum við um Mahatma Gandhi
hjá Auði lærðum við um Matein Luther King
hjá Elínrós lærðum við um lög
Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og áhugavert og ég vona að þetta verður líka svona á næsta ári
Menntun og skóli | Breytt 3.6.2009 kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 14:18
Norðurlöndin.
Við í 6.bekk vorum að læra um norðurlöndin. Við völdu okkur eittland og unnum svo með það. Ég lenti með Andra og Magnús Hauk við völdum Svíþjóð. Við byrjuðum á því að lesa bæklinga sem við vorum látin hafa og fengum þar eiginlega allar okkar upplýsingarnar okkar sem við notuðum svo á veggspjaldið okkar. við gerðum svo ferðarbækling sem er ekki alveg tilbúin held ég. En svo áttum við að kynna það sem við vorum að vinna í eins og ég var að vinna svona almennt um landið.
við í 6.bekk áttum að velja okkur eitt land og gera annað hvort powerpoit glærur eða movemaker um það ég valdi að gera movemaker um Finnland. ég fann allar upplýsingarnar í landafræði kennslustundum og kynningunni sem þær sem völdu Finnland voru með. svo fann ég myndir inn á google sem passaði við taxtann sem ég skrifaði. svo stilli ég tímann og það er erfitt. Þetta var skemmtilegt og áhugavert verkefni.
Hér er afrakstur vinnu minnar.
Menntun og skóli | Breytt 29.5.2009 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 14:17
Þemavika!!!!!!!
Í þessari viku var þemavika fyrir 5.,6., og 7. bekk. Þetta var hálf gerð landafræði því að þarna tókum við fyrir heimsálfurnar, Við tókum reyndar bara 5 af þeim 7, við slepptum Evrópu og S-skautslandinu við lærum nefnilega um Evrópu í 7 bekk en veit ekki hvað verður um S-skautslandið.
Í N-Ameríku gerðum við draumafangara og hár skraut með perlum og fjöðrum því að í þessari heimsálfu bjuggu Indíánar og þeir gerðu mikið af þessum dramaföngurum þeir trúðu því nefnilega að þetta gæti fangað alla illa drauma. Svo fengum við líka að smakka samloku með hnetusmjöri og sultu og það sögðu allir að þetta væri ógeðslegt er þetta var bara MJÖG gott. Svo fræddumst við líka helling um svona kúreka sem bjuggu þar áður enda lærðum við líka mjög skemmtilegan línudans.
það sem mér fannst skemmtilegast var það að gera draumafangarann því að ég er mjög mikið fyrir að gera eitthvað svona í höndunum=föndra
Í Asíu lærðum við um kína og fengum að læra að skrifa á kínverska skrift hjá konu sem kom til okkar og sagði okkur svona almennt um kína. Svo var okkur skipt í tvo hópa strákarnir fóru að baka nanbrauð en við stelpurnar fóru í ávaxtarútskurð og lærðum þjóðdans Filippseyja. Í dansinum voru notaðar bambusstangir og maður átti að dansa á milli strangana á meðan þeim er slegið saman. Þegar ég var búin að prófa dansinn fór ég í ávaxtaútskurð og þar gerðum við krabba úr gúrkum og ég borðaði alla afgangana sem ég skar út ég var svo svöng
Það sem mér fannst skemmtilegast var dansinn því að hann var skemmtilegur og ég náði hanom svo fljótt.
30.1.2009 | 13:23
Snorri Sturluson
Við byrjuðum á því að lesa bókina Snorra saga en hana skrifaði Þórarinn Eldjárn þar segir hann frá lífi Snorra. Svo fórum við á Reykhollt og þar tók Geir Waage á móti okkur og sýndi okkur svona mest allt t.d Snorra laugina sem Snorri baðaði sig í og hún var heit eða reyndar var hún volg núna því að það var búið að vera svo mikil rigning. Svo kom Einar Kárason rihöfundur og talaði við okkur um sturlunga öldina þegar Snorri var uppi. Hann sagði hann okkur frá tveimur bókum sem að hann var búin að skrifa. Svo fengum við vinnu hefti sem að við erum búin að vera að vinna í. Mér fannst mjög gaman að vinna um Snorra og að fá að vita svona mikið um hann og líf hans. Í næstu viku ætlum við árgangurinn að búa til leikrit um líf Snorra Sturluson.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2008 | 13:54
Eglu verkefni
Við byrjuðum á að fara á borg á mýrum og skoðuðum brákarsund og fórum inn í landnáms setrið í borgarfirðinum og þar fórum við á sýningu og þar fengum við heyrnartækiog fórum niður stiga og inní einhvern sal og þar var sagt frá næstu því öllu sem Egill gerði þar til að hann dó.Svo fórum við heim og byrjuðum að vinna í íslensku þar sem að við fengum verkefnablað með helling af verkefnum sem að við gátum valið um. Í einstaklings verkefnunum valdi ég um að gera bréf til Ásgerðar og Þórólfs. Síðan valdi ég að gera rúnar skilaboð til nokkra í bekknum, ég gerði það með Lísu Margréti, Kristbjörgu og Andra.Síðan gerði ég verkefni með Magnús Aron og Magnús Hauki í að gera Brák og Skalla-Grím sem nútíma hetjur (sem við gerðum eiginlega ekki við bara teiknuðum þau). Þessi fjögur verefni sem ég gerði gengu bara ágætlega.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 21:11
Egla
Við í 6. bekk árganginum vorum að vinna saman verkefni það var einn úr hverjum bekk í einum hóp ég lenti með Ewelínu og Friðrik það gekk alveg ágætlega að vinna þetta með þeim. Við völdum fyrst umhverfisgreind þar sem við sýndum ferðir Egils. Svo völdum við rýmis greind
og þar var hægt að velja hvort maður vildi gera knörr eða miðaldarbæ í þrívídd en við völdum miðaldarbæinn það gekk mun betur en umhverfisgreindin. Síðasta greindin sem við völdum var líkams-og hreyfing en þá unnum við með öðrum hóp og í honum voru Auður, Rebekka Lind og Sif það gerðum við sitt hvort handrit í sitt hvoru lagi og settum og lékum það saman og það kom mjög vel út en þetta er ekkert svo mikið barnaleikrit því það er mikið drepið í þessu leikrit. Það eru fjögur dráp í þessu leikriti.Þannig að ég mæli ekki með því að lítil börn sem eru mikið fyrir að herma leik þetta leikrit
27.11.2008 | 21:04
Það mælti mín móðir.
4.11.2008 | 13:48
Íslenska
Í íslensku vorum við að vinna með hvali . Við fórum á margar fræðslu síður og skoðuðum margar bækur til að fá heimildir um hvali. Ég lærði mikið um hvali og að þeir skiptast í tvo undirættbálka og margt fleira. Það sem mér fannst erfiðast var að finna myndir sem pössuðu. Ég fékk hjálp!. Ég var að læra um háhyrninga og nú veit ég að þeir eru grimmustu hvalirnir í öllu hafinu.
Um bloggið
Hanna Maggý Einarsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar